10.5.2012 20:55

Fimmtudagur 10. 05. 12

Í dag voru í síðasta sinn veittir styrkir úr rannsóknarsjóði Bjarni Benediktssonar. Til sjóðsins var stofnað á 100 ára afmæli föður míns. Síðan hefur 21 styrki verið úthlutað að fjárhæð 13.250.000 krónur til rannsóknarverkefna á sviði stjórnsýslu- og stjórnskipunarréttar í lögfræði og hag- og stjórnmálasögu í sagnfræði.

Athöfnin í dag var í fyrirlestrasal Þjóðminjasafns og síðan buðum við Rut gestum til okkar í Háuhlíð. Fræðimennirnir sem hafa komið að úthlutun styrkja með okkur segja að framtakið hafi reynst lyftistöng fyrir rannsóknir á viðkomandi fræðasviðum.

Frá upphafi stefndum við í stjórn sjóðsins að því að úthluta styrkjum í fimm ár. Það hefur gengið eftir.

Fyrir fimm árum afhentum við systkinin Borgarskjalasafni skjalasafn föður okkar og móður. Það hefur nú verið skráð af mikilli alúð og stór hluti þess er kominn inn á netið, eins og sjá má hér.