7.5.2012 23:00

Mánudagur 07. 05. 12

Það hefur verið óvenjulega kalt í Fljótshlíðinni um helgina, frost niður í fimm stig um nætur. Dagarnir eru hins vegar bjartir og fallegir. Nú er miklu minna ryk en undanfarin tvö vor í skemmunum hjá mér sem sýnir að öskurykið smýgur ekki lengur um allt.