1.5.2012 21:40

Þriðjudagur 01. 05. 12

Sjálfstæðismenn í borgarstjórn hafa lýst áhyggjum af skuldsetningu Reykjavíkurborgar.  Hún hefði aukist um 56 prósent á tveimur árum. Þeir segja að árið 2009 hefði það tekið tvö ár fyrir borgina að greiða niður skuldir sínar, en í lok síðasta árs hafi þessi tími verið kominn upp í fimm ár.

Lýsingin er dæmigerð um afleiðingar stjórnarhátta Jóns Gnarrs og  Samfylkingarinnar. Látið er reka á reiðanum við stjórn meginmála, fréttir berast helst af skipulagsbreytingum í ráðhúsinu sem miða að því að mynda varnarmúr um borgarstjórann.  Skemmtilegheit Jóns Gnarrs verða dýrkeypt þegar upp er staðið. Reikningurinn er áritaður af Degi B. Eggertssyni, varaformanni Samfylkingarinnar, og sendur til skattgreiðenda í Reykjavík.