21.4.2012 13:40

Laugardagur 21. 04. 12

Nú er unnt að sjá samtal mitt  við Elínu Hirst á ÍNN einnig á netinu með því að fara inn hér.

Ég hef ekki séð myndina JFK eftir Oliver Stone fyrr en í kvöld í HD rás danska sjónvarpsins. Merkileg mynd sem ýtir undir þá skoðun að morðið á Kennedy fyrir tæpum 50 árum hafi ekki enn verið upplýst. Leikin heimildarmynd í fyrsta flokki.