1.4.2012 21:00

Sunnudagur 01. 04. 12

Kvartett Kammersveitar Reykjavíkur efndi til tónleika í hádeginu í dag í Kaldalóni í Hörpu og flutti kvartetta eftir Svein Lúðvík Björnsson ...og í augum blik minninga og eftir Jón Leifs Vita et mors Líf og dauði.

Ég hef ekki áður hlýtt á tónleika í Kaldalóni, kunni ég vel við salinn, þótt hann sé dimmur og mikill munur á honum og birtunni yfir höfninni í hádegiskyrrðinni. Klukkan 12.00 sigldi Týr inn um hafnarkjaftinn, málaður í litum ESB með gylltar stjörnur til marks um að hann hefði sinnt fiskveiðieftirliti á vegum Evrópusambandsins.

Seinni hluti ESB-umfjöllunar Landans var ekki síður stílbrot á góðum þætti en hinn fyrri. Það kemur mér enn á óvart að ráðist hafi verið í þetta verkefni. Gísli Einarsson, ritstjóri Landans, hefur fullvissað okkur áhorfendur um að ESB hafi ekki kostað innslagið.