Laugardag 24. 03. 12
Qi gong kyrrðardagarnir héldu áfram í Skálholti í dag. Gunnar Eyjólfsson var að leika í Fanney og Alexander í gærkvöldi en mætti í Skálholtsskóla í dag og efndi til hugleiðslu með hópnum og ræddi grunnstef qi gong.
Séra Axel Árnason Njarðvík, sóknarprestur í Stóra-Núpsprestakalli og héraðsprestur í Suðurprófastsdæmi, var með okkur í gærkvöldi og flutti hugleiðingu.
Í dag kynnti séra Egill Hallgrímsson, sóknarprestur í Skálholti, okkur sögu staðarins og kirkjunnar. Við gáfum okkur einnig tíma til rúmlega klukkustundar gönguferðar og létum rokið ekki aftra okkur að njóta góða veðursins, einkennilegt mistur lá yfir Suðurlandi og sást fjallahringurinn ekki.
Mikið fjölmenni lagði leið sína í Skálholtsdómkirkju. Ferðamenn í stórum hópum auk jarðarfarar.