23.3.2012
23:00
Föstudagur 23. 03. 12
Ók síðdegis austur í Skálholt þar sem qi gong kyrrðardagar hófust í skólanum klukkan 16.00.Nú hefur Þorláksbúð tekið á sig endanlega ytri mynd við hlið Skálholtsdómkirkju og er upplýst að kvöldlagi eins og kirkjan. Ég ætla ekki að blanda mér í deilur um búðina en ég sá síðdegis að hópur ferðamanna tók mynd af henni um leið og hann myndaði dómkirkjuna sjálfa.