10.3.2012 23:50

Laugardagur 10. 03. 12

Leikritið Dagleiðin langa eftir Eugene O‘Neill í Kassanum í Þjóðleikhúsinu er klassískt leikrit, nú flutt í þriðja sinn í Þjóðleikhúsinu og í þriðju þýðingu, hinni fyrstu 1959 eftir Svein Víking, annarri 1982 eftir Thor Vilhjálmsson og nú eftir Illuga Jökulsson. Blótsyrði eru örugglega fleiri í þessari þýðingu en hinum tveimur fyrri. Hin dramatísku samtöl eru kjarni verksins. Allt gengur þetta upp í meðförum frábærra leikara sem skila textanum af öryggi. Spurning er hvort ofsi og hraði eða þagnir og þungi eru betri leið til að koma efni og boðskap verksins á framfæri. Hér er valinn ofsi og hraði, stundum með of miklum hávaða og látum, um er að ræða samtöl innan lítillar fjölskyldu.

Nú er samtal mitt á ÍNN við Skúla Magnússon, ritara EFTA-dómstólsins, komið inn á netið og má sjá það hér.