Laugardagur 03. 03. 12
„Sjálfstæðisflokkurinn er stærri en báðir stjórnarflokkarnir samanlagt, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Allir gömlu flokkarnir tapa fylgi. Rúm 11% segjast ætla að kjósa Samstöðu Lilju Mósesdóttur en rúmlega 4% Bjarta framtíð,“ segir á ruv.is 3. mars.
11,3% segjast myndu kjósa Samstöðu þar sem Lilja Mósesdóttir er í forsvari. Framsókn fær 13% en fékk 15% síðast. Vinstri græn fá 12% en fengu 14% síðast. Vikmörk í þessari könnun eru 0,6-1,9% og Samstaða, Framsókn og VG því álíka stórir flokkar, samkvæmt Gallup.
2,7% segjast myndu kjósa Hreyfinguna sem er svipað og síðast. Samfylkingin fær 18,7% - var í 22% síðast. Stjórnarflokkarnir fá því samanlagt um 30,7% í þessari könnun, samanborið við 36 % síðast. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur, með 33,3% fylgi, en var með 36% síðast.
27,1%, meira en fjórðungur þeirra sem náðist í, ætla ekki að kjósa, neita að svara, taka ekki afstöðu eða ætla að skila auðu.
Þegar þessar tölur eru skoðaðar er augljóst að kjósendur telja ríkisstjórnina á alrangri leið, hið versta við könnunina er að hið litla fylgi stjórnarflokkanna og Hreyfingarinnar sem hefur gengið til liðs við stjórnina á alþingi dregur enn úr líkum á því að þing verði rofið og efnt til kosninga. Þær yrðu einskonar pólitísk sjálfsmorðferð stjórnarliða og Hreyfingarinnar.
Sjálfstæðisflokkurinn verður að huga rækilega að því hvers vegna hann nær sér ekki betur á strik