Miðvikudagur 29. 02. 12
Á visir.is má lesa í dag:
„Kjartan Ólafsson, fyrrverandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins og varaforseti þingsins, fullyrðir að Álfheiður Ingadóttir hafi að minnsta kosti í eitt skipti verið í samskiptum við mótmælendur í Búsáhaldabyltingunni.
„Það átti sér stað að ég var á gangi frá þinghúsinu og yfir í mötuneytið og þar er glergangur eins og menn þekkja og þar stóð Álfheiður Ingadóttir í ganginum og var að tala í farsíma og veifa að garði Alþingishússins," segir Kjartan. Hann hafi heyrt hana segja: „Það heyrist betur í ykkur hérna" Rétt eftir það hafi óeinkennisklæddur lögreglumaður birst og beðið þau um að vera ekki að stoppa þarna í glerhúsinu. „Ég gekk frá en hún sneri sér upp og sagði að hann ætti ekkert að vera að stjórna hér innandyra," segir Kjartan Ólafsson í samtali við Reykjavík síðdegis í dag.
Kjartan furðar sig á því að Alþingi sé ekki búið að fjalla meira um málið og spyr hví þingið hafi ekki gefið út skýrslu um málið. „Það er náttúrlega grafalvarlegt ef það er verið að ráðast að þinghúsinu og ráðast á þingræðið í landinu með óspektum. Og ég vissi ekki betur en að það ætti að fara yfir öryggismálin og það hlýtur að vera einn þáttur í því að rannsaka hverjir stjórnuðu þessum látum. Og ég held að það hafi öllum verið ljóst á þessum tíma Vinstri grænir voru eins og kettir út í gluggum að fylgjast með því hvað var að gerast," sagði Kjartan.“
Hvaða ónefni skyldi Álfheiður velja Kjartani? Henni tekst ekki að kveða menn í kútinn með upphrópunum eða dónaskap.
Þór Saari segir í ræðustól á alþingi að tillaga um að afturkalla ákæru á Geir H, Haarde sé „tóm tunna“. Þór hefur heitið ríkisstjórninni hollustu vegna stuðnings stjórnarliða við vitlausustu tillögu þingsins. Hún er frá Þór um að vísa óbreyttum tillögum stjórnlagaráðs til stjórnarlagaráðs sem er orðið endanlega umboðslaust.