21.2.2012

Þriðjudagur 21. 02. 12

Videntifier Technologies var stofnað 2007 og er sprottið upp úr rannsóknarvinnu við Háskólann í Reykjavík á sviði leitar í myndgagnagrunnum.

Videntifier Technologies valdi sér, að auðvelda lögreglu að finna ólöglegt myndefni á tölvubúnaði. Vara félagsins, Videntifier Forensic, getur á alsjálfvirkan hátt borið kennsl á myndefni á tölvum og þannig aðstoðað við að uppræta barnaklám og annað ólöglegt myndefni. Kerfið eykur afköst lögreglunnar til muna við greiningu myndefnis. Félagið markaðssetur lausnina til lögregluembætta um allan heim, og er nú að byggja sér alþjóðlegt sölunet umboðsmanna.

Í dag var ritað undir samning um samstarf  Videntifier Technologies við Forensic Pathways, breskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í því meðal annars að þróa tækni sem gerir kleift að ákvarða hvaða vélar eru notaðar  til að taka myndir sem vekja grunsemdir um að afbrot hafi verið framið.

Ritað var undir samninginn í vinnustað fyrirtækisins við Kjarrveg í Reykjavik að viðstöddum forseta Íslands og breska sendiherranum en báðir fluttu ávörp.

Ég kom að þessu á sínum tíma með því að beita mér fyrir því að starfsmenn fyrirtækisins gætu stofnað til samvinnu við lögregluna en slíkt samstarf einkaaðila og lögreglu er einsdæmi hér á landi. Hefur það skilað góðum árangri í þessu tilviki.