3.2.2012

Föstudagur 03. 02. 12

Furðulegt er að mönnum í meirihluta stjórnarskrár- og eftirlitsnefndar alþingis láti sér til hugar koma að afgreiða ekki landsdómstillögu Bjarna Benediktssonar úr nefnd. Það er alls ekki unnt að vísa til þess að algengt sé að þingamannamál liggi óafgreidd í nefndum. Um þessa tillögu gilda ekki almennar reglur eins og þegar hefur sannast á þingi. Venjulega er tillögum vísað næstum umræðulaust og samhljóða til nefnda. Allt öðru máli gegnir um þessa tillögu.

Dragist afgreiðsla tillögunnar hjá þingmönnum hlýtur landsdómur að fresta meðferð máls. Það er fráleitt að taka það til meðferðar fyrir dómi sé óljóst hvað afstöðu ákærandinn hafi til framhalds málsins. Um það er vafi á meðan málið er enn til meðferðar í alþingi. Að halda tillögunni fastri í þingnefnd jafngildir því að ætla að beita bakherbergja-aðferð til hafa áhrif á niðurstöðu málsins.