22.1.2012

Sunnudagur 22. 01. 12

Í dag var aðalfundur Wagner-félagsins haldinn í Norræna húsinu. Selma Guðmundsdóttir var endurkjörin formaður. Sveinn Einarsson fræddi okkur um Wagner-söngvara frá Norðurlöndunum og kynnti okkur dæmi um list þeirra.

Wagner-félögin um heim allan hafa notið forgangs við sölu miða á hina árlegu sumarhátið í Bayreuth. Um áramótin var tilkynnt að þessi sérréttindi væru úr sögunni. Í mínum huga er furðulegt að tekin sé sú áhætta að höggva á tenglsin við helstu bakhjarla hátíðarinnar.

Í dag skrifaði ég á Evrópuvaktina um það ábyrgðarleysi Ólafs Ragnars að segja ekki hvort marka megi orð hans í nýársávarpinu eða ekki.