Föstudagur 30. 12. 11.
Með allt þetta í huga hafa stjórnarflokkarnir tekið rangar ákvarðanir í dag. Fyrir ríkisstjórnina bera þær dauðann í sér. Það á ekkert skylt við hvort þessi eða hinn situr í ríkisstjórninni heldur stafar af efni ákvarðananna sjálfra. Undir forsystu Jóhönnu Sigurðardóttur hefur enn einn feilsporið verið stigið í landstjórninni. Það er með ólíkindum að þingflokkur Samfylkingarinnar skuli líða henni að stjórna á þennan hátt.
Málið snýst ekki lengur um að hreinræktuð vinstri stjórn sitji í heilt kjörtímabil heldur hitt að draga sem lengst að gengið verði til kosninga. Stjórnarliðar vita að þeir munu falla unnvörpum í komandi kosningum.
Álitsgjafi og umræðustjóri RÚV, Egill Helgason, sýnir þessu brölti stjórnarherranna skilning. Það er ekki gæðastimpill sé tekið mið af því að hann taldi Borgarahreyfinguna pólitískt framtíðarafl í þingkosningunum í apríl 2009.