28.12.2011

Miðvikudagur 28. 12. 11.

Ræddi við Davíð Oddsson á ÍNN í dag, við töluðum saman í 50 mínútur um atburði ársins innan lands og utan. Ég hóf þáttinn á því að rifja upp ákvörðun hæstaréttar um að ógilda kosninguna til stjórnlagaþings. Icesave-málið, ESB-aðildarumsóknin, Líbíustríðið og ágreiningur Ólafs Ragnars og ríkisstjórnarinnar komu til umræðu.

Davíð taldi að Ólafur Ragnar stæði frammi fyrir erfiðri ákvörðun um framboð á næsta ári. Enginn forseti hefði setið í fimm kjörtímabil. Enginn forseti hefði heldur fallið í kosningu. Ólafur Ragnar stæði frammi fyrir þeirri hættu gæfi hann kost á sér og á móti honum stæði alvöru frambjóðandi.

Viðtal okkar Davíðs var fyrst flutt klukkan 20.00 í kvöld, það verður síðan unnt að sjá það klukkan 22.00, 00.00, 02.00, 04.00, 06.00, 08.00, 10.00, 12.00, 14.00, 16.00 og 18.00 á morgun. Síðan verður það einnig sýnt á ÍNN um næstu helgi.