25.12.2011 22:36

Sunnudagur 25. 12. 11

Jóladagur

Fyrir jól kom út nýtt hefti af tímaritinu Þjóðmálum undir ritstjórn Jakobs F. Ásgeirssonar. Ég skrifa þar meðal annars um bókina Þræði valdsins eftir Jóhann Hauksson auk þess sem ég vek athygli á grein eftir Jean-Claude Piris, fyrrverandi forstöðumann lagasviðs ráðherraráðs ESB, þar sem hann lýsir vonbrigðum með Lissabon-sáttmálann þrátt fyrir mikinn hlut sinn í gerð hans á sínum tíma. Hann telur óhjákvæmilegt að breyta skipulagi Evrópusambandsins. Ég lýsi þeirri skoðun að Piris hafi mikil áhrif á stefnu Nicolas Sarkozys Frakklandsforseta í málefnum Evrópusambandsins.Meginmál