18.12.2011

Sunnudagur 18. 12. 11

Kammersveit Reykjavíkur efndi til árlegra jólatónleika sinna í dag klukkan 17.00. Að þessu sinni voru tónleikarnir í Norðurljósum í Hörpu en ekki í Áskirkju eins og um langt árabil. Hljómburður í Norðurljósum er mjög góður.