10.12.2011

Laugardagur 10. 12. 11

Þegar litið er á umræður um afstöðu Breta til þess að taka ekki þátt í evru-samvinnunni kemur í ljós hve grunnt er á óvild milli þjóða innan ESB þótt engri þeirra detti í hug að stofna til átaka.

Það kemur æ betur í ljós hve fráleit rökin eru fyrir aðild Íslands með vísan til þess að hún leiði til áhrifa á stefnu ESB. 

Íslenskir þingmenn sanna að þeir séu á skjön við heilbrigða skynsemi láti þeir eins og ekkert sé sjálfsagðra en halda áfram aðlögunarferlinu að ESB. Engin von er til þess að Össur Skarphéðinsson sjái að sér.