Miðvikudagur 07. 12. 11
Áhugi er vaxandi á því að stunda þessar mögnuðu æfingar. Í upphafi næsta árs verða þær í boði á Kanaríeyjum í ferð á vegum Sunnuferða. Í lok september 2012 kemur einn kunnasti qi gong meistarinn í Bandaríkjunum dr. Yang hingað til lands og verður með þriggja daga námskeið. Nú er unnt að stunda æfingarnar á tveimur stöðum í Reykjavík, í Garðabæ og Hafnarfirði undir merkjum Aflsins.