15.11.2011

Þriðjudagur 15. 11. 11

Það var eins og að aka á sumardegi úr Fljótshlíðinni í dag nema birtan var minni. Hinn tvíbreiði vegur úr Lækjarbotnum upp á Hellisheiði léttir umferðina. Nú hlýtur næsta skrefið að felast í vegabótum milli Hveragerðis og Selfoss. Við það gjörbreytast samgöngur austur fyrir fjall.

Lesandi síðu minnar spurði mig með tölvubréfi hvers vegna Fjalladrottning mín hafi verið skotin á færi af leitarmönnum. Ég hef ekkert svar við því enda hafa þeir ekki gefið mér neinar skýringar.