11.11.2011

Föstudagur 11. 11. 11

Flugum heim frá Frankfurt í dag. Allt á áætlun hjá Icelandair.

Undarlegt er að stjórn Samtaka atvinnulífsins taki allt í einu upp á því þegar allt er á hverfanda hveli innan Evrópusambandsins og evran í uppnámi að álykta um ESB-aðildarviðræður eins og ekkert sé sjálfsagðara en þær haldi áfram. Hvað hefst með því að storka heilbrigðri skynsemi? Frásögn af stjórnarfundinum minnir helst á lýsingu á herráði sem kemur saman þegar stríð er tapað og ályktar að barist skuli til síðasta manns.