6.11.2011

Sunnudagur 06. 11. 11

Áður en ég hélt í ferð mína til Brussel og Berlínar tók ég viðtal á ÍNN við Halldór Björn Runólfsson, forstöðumann Listasafns Íslands, um nýja listasögu Íslands og má sjá viðtalið hér.

Mér er ljúft að draga til baka efasemdir mínar um ágæti almenningssamganga í Berlín. Þær byggðust á hreinni vanþekkingu. Kerfið er til mikillar fyrirmyndar eins og ég hef sannreynt á einni viku.

Í gærkvöldi sáum við óperu eftir Dvorak sem heitir Rusalka og er sýnd í Komische Oper. Var það góð skemmtun þótt efast megi um gildi þess að færa verk af þessu tagi í nútímabúning.