4.11.2011

Föstudagur 04. 11. 11

Nú hef ég sett fimmta pistil minn frá Berlín inn á síðuna og hann má lesa hér.

Við höfum verið ótrúlega heppin með veður þá viku sem við höfum dvalist í borginni. Ekki hefur rignt dropa, sól skinið hvern dag og hiti verið milli 12 og 15 gráður. Mannlífið á götunum er mikið. Víða má sjá jólaskraut og unnt er að fá sér glühvein ef svo ber undir.