Sunnudagur 30. 10. 11
Sýningunni á Tannhäuser í Deutsche Oper Berlin í kvöld var forkunnarvel tekið. Kristinn Sigmundsson syngur í óperunni hlutverk Landgraf Hermanns á móti Reinhard Hagen, söng Hagen að þessu sinni.
Forvitnilegt er að bera saman almenningssamgöngur í Brussel og Berlín. Meiri áhersla er lögð á þétt jarðlestanet í Berlín en í Brussel. Í Brussel kostar 1.80 evrur í lest en stysta ferð í Berlín 1.40. Í Brussel er auðvelt að kaupa afsláttarkort og þá lækkar verð á ferð í 1.20 evrur. Í Brussel gildir sama verð hvert sem maður fer innan kerfisins í Berlín eru að minnsta kosti þrír verðflokkar. Frá mínum bæjardyrum séð er þjónustan betri í Brussel en Berlín.