29.10.2011

Laugardagur 29. 10. 11

Listakona sem við hittum í Brussel sagði Berlín hafa tekið við af New York sem  skapandi stórborg. Berlín er safn margra hverfa sem mynda magnað stórborgarmannlíf.

Við búum í Mitte, rétt fyrir austan múrinn sem hvarf 9. nóvember fyrir 22 árum. Á leið okkar frá Potsdamer Platz (fyrir vestan) sáum við nokkra merkta götusteina. Þar stóð: hér var Múrinn. Fáir námu staðar. Þeir sem gerðu það litu til beggja handa og trúðu ekki eigin augum. Breytingin er ótrúleg á 22 árum.