Föstudagur 28. 10. 11
Eftir þessa eftirminnilegu tónleika bauð Sir Simon Rattle, aðalstjórnandi hljómsveitarinnar, upp á síðkvöldstónleika þar sem nokkrir félagar úr hljómsveitinni léku undir hans stjórn og Magdalena Kozena, mezzoósópran og eiginkona Rattles, söng Psyché eftir Manuel de Falla og Folk Songs eftir Luciano Berio við mikla hrifningu fjölmargra áheyrenda. Tónleikagestum á fyrri tónleikunum voru boðnir þessir tæplega klukkustundar tónleikar Rattle-hjónanna sem bónus.