1.10.2011

Laugardagur 01. 10. 11

Í dag skrifaði ég pistil í tilefni af þingsetningunni sem var söguleg af tveimur ástæðum. Í fyrsta lagi vegna árása á þingmenn þegar þeir gengu á milli þinghúss og Dómkirkju og vegna ræðu Ólafs Ragnars Grímssonar þar sem hann skýrði tillögur stjórnlagaráðs sér og embætti sínu í hag og krafðist þess að alþingi afgreiddi þær með þingrofi og nýjum kosningum fyrir forsetakosningarnar 30. júní 2012.