29.9.2011

Fimmtudagur 29. 09. 11

Miðað við veðurspána voru síðustu forvöð í dag að ganga um Öskjuhlíðina áður en sterkir vindar feyktu haustlaufunum af trjánum. Ég velti því fyrir hvort væri fegurra að ganga um skóginn í hlíðinni og í Fossvogskirkjugarði á vorin þegar gróðurinn er að lifna eða á degi eins og í dag þegar haustlitirnir og einstök birtan skapa sérstaka litadýrð í laufguðum trjánum. Á morgun kann þetta allt að hafa annan blæ.