23.9.2011

Föstudagur 23. 09. 11

Í dag var varðskipið Þór afhent Landhelgisgæslu Íslands við hátíðlega athöfn kl. 11:45 að staðartíma (kl. 14:45 að íslenskum tíma) í Asmar skipasmíðastöð sjóhersins í Chile. Við athöfnina flutti Georg Kr. Lárusson, forstjóri landhelgisgæslunnar, ávarp og ræddi þann mikilvæga áfanga sem náðst hefur með smíði varðskipsins. Hún hófst fyrir fjórum árum, í október 2007.  Andrés Fonzo, flotaforingi og forstjóri Asmar skipasmíðastöðvarinna, afhenti skipið og við svo búið gengu Sigurður Steinar Ketilsson skipherra og áhöfn um borð. Dró skipherra íslenska fánann að húni, staðinn var heiðursvörður og islenski þjóðsöngurinn leikinn. Afhending skipsins tafðist um eitt ár eftir jarðskjálfta í Chile í febrúar 2010. Þess er vænst að það komið hingað til lands 27. október.

Skipið veldur byltingu í störfum Landhelgisgæslu Íslands og stenst öllum gæsluskipum á Norður-Atlantshafi snúning. Hér á síðunni má lesa um ýmsa þætti úr sögu skipsins um aðdraganda að smíði þess og þegar lagður var að því kjölur um páskana 2008 en þá fór ég til Chile og heimsótti þá Asmar-menn. Hér má sjá mynd af skipinu sem landhelgisgæslan birti í dag:
Þór