22.9.2011

Fimmtudagur 22. 09. 11

Í dag tók Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður að sér að verða verjandi minn í málinu sem Jón Ásgeir Jóhannesson hefur höfðað gegn mér vegna leiðréttrar ritvillu í bók minni Rosabaugur yfir Íslandi. Að átta sig á réttarágreiningi í málinu kann að reynast erfitt þar sem ég hef dregið til baka og leiðrétt í 2. prentun bókarinnar þá villu sem Jón Ásgeir telur meiðandi fyrir sig. Auk þess hef ég beðist afsökunar á ritvillunni. Þrátt fyrir þetta hefur Jón Ásgeir stefnt mér og krefst einnar milljón kr. í bætur.

Viðtal mitt við Davíð Þorláksson, nýkjörinn formann ungra sjálfstæðismanna, á ÍNN er komið inn á netið og má skoða það hér.