18.9.2011

Sunnudagur 18. 09.11

Í dag var réttað í Fljótshlíðinni í ágætu veðri þótt það mætti vera lygnara. Ég held að fjalladrottningin mín hafi ekki skilað sér. Hún ætlar líklega enn að leika þann gráa leik að halda sér til fjalla eins lengi og henni sjálfri sýnist.

Leitirnar í gær hafa leikið mig of hart, þótt um tíma sækti að mér þreyta í réttunum. Reyndist mér síður en svo um of að hlusta á Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar leika í Eldborg Hörpu undir stjórn Gustavos Dudamel. Hann er nú að hætta sem aðalstjórnandi hljómsveitarinnar og fer af því tilefni í tónleikaferð til Norðurlandanna. Harpa laðaði hann og hljómsveitina hingað. Er enginn vafi á því að fleiri stórhljómsveitir munu sigla í kjölfar hennar.