13.9.2011

Þriðjudagur 13. 09. 11

Lokadagur í St. Pétursborg. Fórum á eigin vegum víða um borgina og skoðuðum hin glæsilegu mannvirki. Söfnin sem við ætluðum að kynna okkur reyndust lokuð á þriðjudegi.

Ég mæli eindregið með ferð til St. Pétursborgar og þá ekki síst þegar notið er leiðsagnar snillings á borð við Pétur Óla Pétursson.