22.8.2011

Mánudagur 22. 08. 11.

Ídag, 22. ágúst, berast fréttir um að Muammar Gaddafi sé að tapa yfirráðum í Líbíu og barist sé hús frá húsi í Trípóli. Þá var sagt frá því að Cyrus Vance, saksóknari í New York, hefði ákveðið að falla frá ákæru á hendur Dominique Strauss-Kahn sem sagðí af sér forstjórastöðu hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum vegna kæru um nauðgun eða tilraun til nauðgunar í hótelherbergi í New York. Herbergisþernan, kærandinn, þykir ekki sannsögul og saksóknarinn treystir sér ekki til að fara með mál hennar fyrir kviðdóm.

Hér á landi vék þetta allt undir kvöld fyrir frétt um að enn einn þingmaðurinn ætlaði að yfirgefa flokkinn sem hann naut á bakvið sig þegar hann bauð sig fram 2009. Veðrið sem gert er út af því að Guðmundur Steingrímsson yfirgefur Framsóknarflokkinn bendir til þess að fjölmiðlamenn telji um stórtíðindi að ræða. Pistill minn snýst um afsögnina og ástæður hennar. Hér má lesa pistilinn.