21.8.2011

Sunnudagur 21. 08. 11.

Síðan á fimmtudag höfum við dvalist á Barðaströndinni hjá góðum vinum í stórkostlegu veðri og náttúrufegurð.

Ókum um Skógarströndina og heimsóttum Bjarnarhöfn í Helgafellssveit á heimleiðinni. Hildibrandur Bjarnason sýndi okkur kirkjuna með undrum hennar auk þess sem við skoðuðum safnið.

Þá litum við einnig til vina á sunnanverðu Snæfellsnesi áður en við ókum aftur til borgarinnar.