14.8.2011

Sunnudagur 14. 08. 11.

Bjarni Benediktsson gaf í dag mikilvæga yfirlýsingu um að hætta ætti við aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið og Ísland ætti ekkert erindi inn í sambandið. Þetta er rökrétt afstaða bæði í ljósi þess sem er að gerast innan ESB þar sem allt er á tjá og tundri og einnig með vísan til afstöðu meirihluta sjálfstæðismanna og íslensku þjóðarinnar.

Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi viðskiptaráðherra, brást við yfirlýsingunni á einfeldningslegan hátt en þó ekki eins barnalegan og Evrópusamtökin. Björgvin G. segir það „skrum“ að mikill vandi steðju að evrunni.