8.8.2011

Mánudagur 08. 08. 11.

Fréttir berast af því að um mörg hverfi London fari ungt fólk rænandi og ruplandi auk þess sem kveikt sé í húsum og ökutækjum. Lögreglan hefur ekki stjórn á málum. Forsætisráðherrann og borgarstjórinn binda enda á sumarleyfi sín til að taka um stjórnartaumana.

Þótt Seðlabanka Evrópu hafi tekist að bæta lánskjör á ríkisskuldabréfum Ítalíu og Spánar með því að hefja kaup á þeim til að bjarga evrunni, dugðu afskipti hans ekki til að stilla til friðar á fjármálamörkuðum þar sem hlutabréf féllu í verði. Dow Jones vísitalan í New York féll einnig í dag. Barack Obama forseti ávarpaði þjóðina. Hann gagnrýndi Standard & Poor's fyrir að lækka lánshæfismatið á Bandaríkjunum. Engin rök væru fyrir lækkuninni.

Ég skrifaði pistil í dag um evruna og ESB-aðildarviðræðurnar.