29.7.2011

Föstudagur 29. 07. 11.

Loks rigndi almennilega í Fljótshlíðinni. Það var orðið tímabært að bleyta duglega í jörðinni eftir þurrka undanfarið. Með kvöldinu dró frekar úr rigningunni. Hér skammt frá, í Kirkjulækjarkoti, halda hvítasunnumenn árlegt mót sitt.  Þeir hafa góða aðstöðu innan dyra fyrir samkomur sínar svo að rigning truflar þær ekki.