Fimmtudagur 21. 07. 11.
Þetta skref dugar ekki til að leysa evru-svæðið úr klemmunni. Áfram verður barist með smáskammtalækningum þar til komið verður á miðstýringu í fjármálum svæðisins eða skuldugu ríkjunum verður vísað á dyr.
Trond Giske, atvinnumálaráðherra Noregs, segir að vandinn á evru-svæðinu sé þess eðlis og verði svo langvinnur að öll áform um ESB-aðild Noregs eigi að leggja til hliðar en þar eru nokkrir friðlausir ESB-aðildarsinnar, meðal annars í sama flokki og Giske, Verkamannaflokknum, systurflokki Samfylkingarinnar.
Hið merkilega er að enginn málsmetandi forystumaður innan Samfylkingarinnar átti sig á skynsemi þess að skapa sér sérstöðu innan flokksins með því að lýsa stöðunni innan ESB af sama raunsæi og Trond Giske gerir. Það yrði örugglega metið þeim stjórnmálamanni til tekna í komandi formannsátökum innan ESB og styrkja stöðu hans gagnvart Össuri Skarphéðinssyni sem vinnur leynt og ljóst að því að ýta Jóhönnu til hliðar og gera sjálfan sig að augljósu formannsefni.