19.7.2011

Þriðjudagur 19. 07. 11.

Rupert Murdoch var stundum utangátta á fundi með bresku þingnefndinni í dag og bar eðlilega með sér að vera orðinn 80 ára þótt hann sé ern. Hvorki hann né James, sonur hans, virtust hafa mikla hugmynd um hvað gerðist +a ritstjórnum fjölmiðla þeirra. Fyrir yfirheyrsluna var ég í hópi þeirra sem trúði því sem sagt hefur verið í áranna rás að Murdoch hefði fingurinn á púlsi fjölmiðla sinna. Hann lagði hins vegar áherslu á við þingmeenn að hann hefði 52 til 53 þúsund starfsmenn í þjónustu sinni á um 200 dagblöðum og hann vissi ekki hvað gerðist innan þeirra. Þó sagðist hann ávallt hringja í ritstjóra The Sunday Times síðdegis á laugardögum og hann hefði að jafnaði einnig rætt við ritstjóra News of the World fyrir útkomu blaðsins.