17.7.2011

Sunnudagur 17. 07. 11.

Í dag var Skálholtshátíð þar sem Karl Sigurbjörnsson biskup predikaði yfir þéttsetinni kirkju. Það jók á hátíðina að hópur pílagríma sem gengið hafði á tveimur dögum frá Þingvöllum gekk berfættur síðasta spölinn inn kirkjugólfið.

Klukkan 17.00 flutti Skálholtskvartettinn verk eftir Haydn og Schubert og va honum fagnað sérstaklega þar sem þetta voru 15 ára afmælistónleikar kvartettsins. Ég hef ferðast með honum víða um lönd undanfarin ár eins og lýst hefur verið hér á síðunni.