Laugardagur 16. 07. 11.
Hér á síðunni hefur því verið haldið fram að álit meirihluta utanríkismálanefndar alþingis vegna umsóknar um ESB-aðild Íslands væri máttlaust. Nú hefur komið í ljós að svo lítið er að marka það að ekki er einu sinni farið eftir því af formanni nefndarinnar, Árna Þór Sigurðssyni, þingmanni vinstri grænna. Hann hefur neitað að kalla utanríkismálanefnd saman til að þingmenn séu upplýstir um ESB-ferlið og hvað sagt er af Íslands hálfu. Um þetta má fræðast hér.
Í kvöld er hin magnað kvikmynd Nixon sýnd í sjónvarpinu. Þar kynnast menn því hve hættulegt er fyrir stjórnmálamenn að stunda cover up það er að taka ekki mið af staðreyndum og miðla þeim heldur grípa til ósanninda til að fegra eigin hlut eða fela eitthvað sem er þeim óþægilegt.
Rupert Murdoch glímir við slíkan vanda núna. Honum tekst ekki að bjarga fjölmiðlaveldi sínu nema með því að rata sannleiksveginn.
Allt bendir til þess að Össur Skarphéðinsson hallist að því að besta leið sín til að þoka Íslandi inn í ESB sé að segja ekki alla söguna. Tregðan til að leggja spilin á borð utanríkismálanefndarmanna er liður í þeirri málsmeðferð.