13.6.2011

Mánudagur 13. 06. 11.

Í dag skrifaði ég pistil um viðtökur á bók minni Rosabaugur yfir Íslandi. Áhuginn á henni er mikill og er hún uppseld. Önnur prentun er væntanleg. Ég er ekki frá því að áhugi sé á efninu erlendis þótt nálgast yrði viðfangsefnið á annan hátt á erlendum markaði. Hvort ég ræðst í umritun bókarinnar fyrir erlendan markað hef ég ekki ákveðið. Hitt er víst að Baugur var umsvifamikill í Danmörku og Bretlandi. Þá er aðferðin sem beitt var hér á landi til að virkja stjórnmálamenn og fjölmiðlamenn í lið með hinum ákærðu þekkt víða um lönd. Að því leyti á efni bókarinnar erindi til annarra sem kunna að glíma við eigendur risafyrirtækja. Eitt er þó víst að hvergi hefur nokkurt fyrirtæki á borð við það sem Baugur var náð sambærilegum tökum á fjölmiðlamarkaði og hér reyndist unnt.

Hinn 1. júní ræddi ég við Birgi Ármannsson, þingmann Sjálfstæðisflokksins, í þætti mínum á ÍNN. Hér má sjá þáttinn.