31.5.2011

Þriðjudagur 31. 05. 11.

Í morgun klukkan 08.15 sat ég fyrir svörum hjá Frey Eyjólfssyni í morgunútvarpi RÚV og má hlusta á samtal okkar hér. Við ræddum um bók mína Rosabaug yfir Íslandi og síðdegis ræddi ég hana síðan í þættinum Harmageddon á X-inu og má hlusta á þann þátt hér en fleira efni er að finna á krækjunni.

Þá birtist ítarleg umsögn um bókina í Vísbendingu í dag eftir Benedikt Jóhannesson ritstjóra.