27.5.2011

Föstudagur 27. 05. 11.

Klukkan 08.30 efndi Aflinn, félag qi gong iðkenda, til 9. aðalfundar síns og var hann haldinn í Von, húsi SÁÁ í Efstaleiti.

Þeir hafa löngum verið sálufélagar í tilraunum sínum til að drepa umræðum um íslensk þjóðfélagsmál á dreif, Egill Helgason og Reynir Traustason. Bók mín Rosabaugur yfir Íslandi hefur ýtt þeim enn einu sinni af stað. Þeir eru illir yfir því að í þá sé vitnað. Þeir sitja hins vegar uppi með eigin orð eins og aðrir. Persónulegur skætingur í minn garð breytir engu um það. Spurningin er hvor þeirra kemst á lægsta planið.