22.5.2011

Sunnudagur 22. 05. 11.

Fórum í dag í Menntaskólann við Hamrahlíð þar sem Þorgerður Ingólfsdóttir stjórnaði kór skólans og Hamrahlíðarkórnum á Vorvítamíni kóranna, árlegri vorhátíð með söng, kaffi og skemmtiatriðum í hléi fyrir ung börn.

Í kvöld sáum við Les Slovaks, hóp fimm sjálfstæðra dansara frá Slóvakíu sem búa og starfa í Belgíu en sýndu að þessu sinni listir sínar í Borgarleikhúsinu við mikla hrifningu áhorfenda.