11.5.2011

Miðvikudagur 11. 05. 11.

Í dag setti ég inn á síðuna viðtal sem Karl Blöndal tók við mig um 60 ára afmæli varnarsamningsins og birtist í Morgunblaðinu 8. maí. Viðtalið má lesa hér.

Ég hef áður lýst þeirri skoðun að landsdómur muni láta málið gegn Geir H. Haarde ganga lengra en góðu hófi gegnir til að sýna fram á að dómstóllinn megi sín nokkurs. Þessi skoðun fær byr undir báða vængi þegar litið er yfir ákæruna sem saksóknari málsins hefur nú birt. Þar eru áréttuð sömu flokkspólitísku sjónarmið sem einkenndu ályktun alþingis og leiddu til þess að landsdómaur var kallaður saman.

Öllu eru atriðin svo matskennd að um þau á að fjalla á pólitískum vettvangi og leggja í dóm kjósenda. Þau á ekki að flytja af saksóknara fyrir rétti.