10.5.2011

Þriðjudagur 10. 05. 11.

Það virðist koma sérfræðingum í Evróvisjón á óvart að Vinir Sjonna skuli hafa komist áfram í Düsseldorf í kvöld, í tíunda sæti af 10. Ég óska þeim til hamingju með árangurinn. Sérfræðingarnir skulda okkur skýringu á því hvers vegna þeim kemur árangur þeirra svo á óvart.

Þráinn Bertelsson lét sér ekki nægja að demba fúkyrðum yfir Ragnheiði Elínu Árnadóttur og Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, þingmenn Sjálfstæðisflokksins, heldur afflutti hann nafn Þorgerðar til að hæðast að henni. Lægra verður ekki komist í opinberum málflutningi. Þess verður hins vegar ekki vart að nokkur í stjórnarliðinu á alþingi finni að framgöngu Þráins. Þingmennirnir þora líklega ekki að gagnrýna hann af ótta við að Þráinn segi skilið við ríkisstjórnina og felli hana með því. Þráinn yfirgaf Borgarahreyfinguna eftir að fundið var að framgöngu hans innan flokksins. Finni einhver stjórnarþingmanna að dónaskap Þráins, fellur ríkisstjórnin.