Þriðjudagur 26. 04. 11.
Þetta ár hefur verið viðburðaríkt í málefnum ESB og frá nógu að segja. Raunar er spennan innan sambandsins meiri en fyrir ári og vaxandi.
Á vettvangi innan lands hafa línur skýrst og nú er Samfylkingin eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur aðild á stefnuskrá sinni. Flokkurinn stendur illa að vígi vegna sívaxandi óánægju með forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.