26.4.2011

Þriðjudagur 26. 04. 11.

Á morgun 27. apríl er eitt ár liðið frá því að við Styrmir Gunnarsson hleyptum vefsíðunni www.evropuvaktin.is af stokkunum. Hvern dag síðan höfum við sett nýtt efni inn á síðuna auk þess sem hún hefur þróast frá því að snúast eingöngu um málefni tengd ESB og ESB-aðild Íslands til þess að verða víðtækari vettvangur um stjórnmál.

Þetta ár hefur verið viðburðaríkt í málefnum ESB og frá nógu að segja. Raunar er spennan innan sambandsins meiri en fyrir ári og vaxandi.

Á vettvangi innan lands hafa línur skýrst og nú er Samfylkingin eini stjórnmálaflokkurinn sem hefur aðild á stefnuskrá sinni. Flokkurinn stendur illa að vígi vegna sívaxandi óánægju með forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.