25.4.2011

Mánudagur 25. 04. 11.

Það var vetrarlegt snemma í morgun í Fljótshlíðinni en um hádegisbil hafði veðrið blíðkast og ég heyrði og sá lóu. Vorið er að koma enda er grænn litur að setja svip á túninn.

Það er allur annar blær á öllu núna í hlíðinni en fyrir ári þegar allra augu beindust að Eyjafjallajökli og enginn vissi hvað þar gerðist næst. Þá datt engum að ganga til vorverka á sama hátt og við gerðum um helgina með því að ráðast í dálitla jarðvinnu.