23.4.2011

Laugardagur 23. 04. 11.

Sannir Finnar og formaður þeirra Timo Soini hafa verði úthrópaðir  víða utan Finnlands og rætt er um þá í sömu andrá og hvers kyns öfgamenn í evrópskum stjórnmálum. Nú hefur Alexander Stubb, utanríkisráðherra Finnlands, tekið upp hanskann fyrir Timo Soini þar sem honum blöskrar hið illa umtal.

Hefur nokkur heyrt hósta eða stunu frá Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra Íslands, í tilefni af því hvernig tveir fyrrverandi utanríkisráðherrar Danmerkur töluðu um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands? Annar þeirra Mogens Lykketoft er flokksbróðir Össurar í danska jafnaðarmannaflokknum. Skyldu hvorki Össur né Jóhanna Sigurðardóttir sjá ástæðu til að skjalda forseta Íslands þegar vegið er að honum á þann hátt sem gert var?

Samfylkingin stendur að stuðningi við Jón Gnarr, borgarstjóra í Reykjavík, sem fer sjálfur um heiminn og vekur á sér undrun án lítils framdráttar fyrir virðingu Reykvíkinga eða Reykjavíkur.